All posts filed under: Vöru- & iðnhönnun

Þeir hæfustu lifa af

Laufforks

Hjólamenning Íslendinga hefur tekið mikinn þroskakipp á síðustu árum. Þjóðin sem áður gerði grín að hjólandi ferðamönnum í láréttri rigningunni er nú smám saman að uppgötva hjólið. Höfundur: Arnar Fells / Ljósmyndir: Lauf Forks og Arnar Fells Hjólreiðar og viðburðir þeim tengdir njóta vaxandi vinsælda og margir hjólreiðamenn hjóla nú allt árið um kring. Óvíst er hvað veldur þessum aukna hjólaáhuga þjóðarinnar en ljóst er að bættar hjólreiðasamgöngur og lýðheilsuátak stjórnvalda hefur haft sitt að segja. Sennilega hefur þó bakterían að mestu borist með íslenskum námsmönnum sem snúa aftur heim frá höfuðvígum reiðhjólsins, Danmörku og Hollandi. Lauf Forks er íslenskt fyrirtæki sem spratt upp úr þessari hjólabyltingu. Á þremur árum hefur því tekist að þróa og markaðssetja byltingarkenndan hjólagaffal sem nú er notaður af atvinnufólki í hjólreiðum um allan heim. Gaffallinn er hannaður fyrir svokölluð „hardtail“ fjallahjól sem hafa dempara að framan en ekki aftan. Hann vekur ekki aðeins athygli fyrir framandi útlit heldur er hann einnig viðhaldslaus og töluvert léttari en aðrir demparagafflar. Á skrifstofu Lauf Forks vinna fjórir ungir menn, umkringdir stöflum af …

Kúlur kveða sér hljóðs

Bryndís Bolla

Kúlur Bryndísar Bolladóttur má finna víða. Þær bregða sér í ólík hlutverk eftir því hvaða efni hún notar við uppbyggingu hennar. Í vörulínunni hennar KULA er meðal annars að finna snaga, hitaplatta, leikföng, hljóðdempara og hljóðdreifara. Grunnformið er þó alltaf hálf eða heil kúla þar sem efsta lagið er þæfð ull. Texti: Sigríður Maack / Myndir:Ernir Eyjólfsson & A2F arkitektar Bryndís er menntaður myndlistarmaður og textílhönnuður. Hún hefur unnið að framleiðslu sinni síðan 2009. Í upphafi hannaði hún skálar og diskamottur fyrir Örva starfsþjálfun þar sem hekl var hitapressað ofan í plast. Bryndís er meðal þeirra hönnuða sem hafa landað samningi á Design Match, sem er stefnumót hönnuða og framleiðenda á HönnunarMars ár hvert. Danski hönnunarvöruframleiðandinn Normann Copenhagen hóf framleiðslu á snögum og hitaplöttum í vörulínunni KULA sem þróaðir höfðu verið í samstarfi við Örva. Seinna fluttist framleiðslan austur á land þaðan sem vel lá við að flytja vörurnar með Norrænu til söluaðila um alla Evrópu. Í seinni tíð hafa viðfangsefni Bryndísar einkum snúist um listrænar hljóðlausnir. Nýverið vann hún áhugaverð hljóð- og innsetningarverk fyrir nýja framhaldsskólann …