All posts filed under: Fatahönnun

Sunna Örlygs

One Year and 10 Days

Myndbandið One Year and 10 Days var tekið upp í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi. Hraunið varð fyrir valinu þar sem svæðið líktist því einskismannslandi sem Sunna sá fyrir sér við vinnu meistaraverkefnis síns frá ArtEZ, Grand Illusions of a Great Fashion Escape. Myndbandið er að hennar sögn sjónræn útgáfa á rannsókn hennar á því sem gerist þegar fatahönnuður einangrar sig algjörlega frá daglegu umhverfi sínu, áhrifum og áliti annarra. One Year and Ten Days from Magnus Andersen on Vimeo.

KALDA SS18 lína

Fetar nýjar slóðir

Það eru komin tvö ár síðan íslenska síðan íslenska fatamerkið KALDA breyttist í skóframleiðanda. Við ræddum við aðalhönnuðinn, Katrínu Öldu Rafnsdóttur. Hvers vegna skór? Ég hef alltaf verið hugfangin af skóm. Eftir að hafa hannað fatalínu vildi ég taka mér frí frá því og einbeita mér að einum vöruflokki og skóhönnun lá vel við. Hver er munurinn á því að hanna skó og föt? Það er mikill tími og vinna á bak við skóhönnun. Tæknilega séð er hún flóknari og tímafrekari en fatahönnun. Hvernig skór passa á þægilegan hátt, hvernig þeir eru upp byggðir og hvernig þeir endast — allt þetta þarf að hugsa öðruvísit en þegar maður hannar föt. Lýstu hönnunarferlinu þínu. Þegar ég hóf skóvinnuna langaði mig til að byrja upp á nýtt. Þótt skórnir séu augljóslega rökrétt framhald af KALDA línunni er þetta ný vara sem ég byrjaði með frá grunni. Ég leitaði á æskuslóðirnar og valdi hráefni úr umhverfinu þar sem ég aldist upp. Ég hugsaði mikið um hugmyndir mínar um fegurð þegar ég var að hanna skóna. Ég er mjög …

Kraumar undir kvikunni

RFF 2017

Reykjavík Fashion Festival 2017 er rétt handan við hornið og tískuvitar og spekúlantar bíða í ofvæni eftir að sjá hvað kraumar undir niðri í íslensku fatahönnunarsenunni. Viðburðurinn fer fram næstu helgi, 23 – 25. mars en nánari upplýsingar um dagskrá RFF og sjálfa hönnuðina má finna á sérlega vel heppnaðri heimasíðu RFF. Í ár munu sex hönnunarteymi kynna nýjar línur; Myrka, Cintamani, Magnea, Another Creation, Inklaw og Aníta Hirlekar. Þrír af þessum aðilum sýndu ekki á HönnunarMars í fyrra og HA ákvað að kynna þau sérstaklega núna. (Sjá umfjöllun um hönnuðina sem sýndu á Showroom Reykjavík á HönnunarMars 2016)   Inklaw Ekki er víst að allir lesendur HA þekki til merkisins INKLAW sem gæti talist einskonar spútnik fyrirbæri íslenskar götutísku. (Ritara HA rámar til að mynda í að hafa séð Justin Bieber klæddan í INKLAW fatnað við fleiri en eitt tækifæri). Merkið var stofnað fyrir tæpum þremur árum af tveimur æskuvinum, þeim Guðjóni Geirssyni og Róberti Elmarssyni, þar sem þeim þótti úrval á götufatnaði fyrir karlmenn fremur takmarkað hér á landi. Í fyrstu seldu þeir …

Samtvinna

Haust- og vetrarlínur nokkurra íslenskra fatahönnuða

Fatahönnunarfélag Íslands hefur undanfarin ár staðið fyrir árlegri samsýningu félagsmanna í tengslum við HönnunarMars. Að afstöðnum HönnunarMars, 10.–13. mars 2016, stóð félagið fyrir sýningunni Showroom Reykjavík (SR) í Ráðhúsi Reykjavíkur og listrænn stjórnandi sýningarinnar var Guðrún Sturludóttir. Á sýninguna voru valdir sjö íslenskir fatahönnuðir sem sýndu fatalínur sínar fyrir haust/vetur 2016–2017.  Sýningin var sett upp sem vörusýningarrými* (e. showroom) að erlendri fyrirmynd þar sem markmiðið var að kynna fatalínur komandi árstíða fyrir erlendum og innlendum kaupaðilum og blaðamönnum auk þess sem sýningin var opin gestum og gangandi. Mikil ánægja var með sýninguna meðal þátttakenda og skipuleggjenda enda þótti umgjörð sýningarinnar vera til fyrirmyndar og aðsókn gesta fór fram úr björtustu vonum. Sjaldan hafa aðdáendur íslenskrar fatahönnunar komist jafn snemma í návígi við fatalínur komandi hausts eins og á SR en línur hönnuðanna sjö eru nú flestar komnar í verslanir og biðin eftir því sem hugurinn girntist í mars því senn á enda. HA talaði við hönnuðina og skoðaði nýju línurnar.   KYRJA „Ég hanna eftir eigin innsæi,“ svarar Sif Baldursdóttir, hönnuður Kyrju, aðspurð um hvert hún hafi …

Endurkoma

Don Cano

Ef eitthvað fangaði stemningu níunda áratugarins á Íslandi voru það fötin frá Don Cano. Litskrúðugar flíkurnar, sem voru hannaðar og framleiddar á Íslandi, boðuðu eitthvað brakandi ferskt í upphafi áratugarins. Á þessum tíma var break-dansinn í algleymingi, eða skrykk-dansinn eins og hann var kallaður á góðri íslensku, og þegar svölustu dansararnir og afreksfólk í íþróttum fór að sjást í fötum frá Don Cano varð fatamerkið á svipstundu eitt vinsælasta tískumerkið í sögu landsins. Fötin voru með eindæmum vönduð, létt og þægileg og höfðuðu til allra aldurshópa. Æðið var um tíma svo yfirgengilegt að slegist var um flíkurnar þegar þær komu í verslanir og um miðbik áratugarins gekk annar hver landsmaður í fötum frá Don Cano. Nú þremur áratugum síðar er orðrómur á kreiki um endurkomu Don Cano. Er það tóm óskhyggja eða er eitthvað til í þessum sögusögnum? Jan Davidsson, fyrrum eigandi og aðalhönnuður Don Cano, er eini maðurinn sem getur svarað því. „Kannski er kominn tími til að viðurkenna að endurkoma Don Cano hefur verið í gerjun hjá mér um nokkurt skeið og nú …

Þá kom þyrlan

Helga Lilja Magnúsdóttir: fatahönnuðurinn að baki Helicopter

„Ég trúi því að val einstaklinga á fatnaði hafa áhrif á líf þeirra og persónulega skipta þægindin mig mestu máli. Ef manni líður vel í eigin skinni og fatnaði þá hefur það jákvæð áhrif á allt sem maður tekur sér fyrir hendur,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir sem hannar föt undir merkjum Helicopter. Innblásturinn sækir hún meðal annars í náttúruna og fjölskyldu. Allt frá íslenskum steinum og mosa til litskrúðugra framandi fugla. Í nýjustu línu Helicopter brá Helga út af vananum því hún vann með myndlistamanninum Halldóri Ragnarssyni, sem jafnframt er fyrrverandi kærasti Helgu en hann hafði samband við Helgu og spurði hvort hún vildi vinna með myndlist hans. Helga tók áskoruninni og úr samstarfi þeirra kom haust og vetrarlína Helicopter “Við hittumst alltaf aftur”. Þar segist Helga hafa unnið með fortíðina og áhrif hennar á nútíðina en sú lína er væntanleg í október og nóvember á þessu ári. Helga Lilja útskrifaðist með gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2006 en hún segir þriggja ára starf hjá fatahönnunarfyrirtækinu Nikita hafa verið besta skólann. Helicopter stofnaði …

Frystihúsið sem breyttist í hönnunarklasa

Íshús Hafnarfjarðar

„Við vildum kanna það hvort grundvöllur væri fyrir því að leigja út vinnurými og búa til samfélag skapandi einstaklinga, einskonar gróðrastöð fyrir frumkvöðla og nýsköpun í íslenskri hönnun,“ segir Anna María Karlsdóttir um þá nýju starfsemi sem er að finna í Íshúsi Hafnarfjarðar. Texti: Arnar Fells Gunnarsson og Arnar Ingi Viðarsson / Myndir: Arnar Fells Gunnarsson Á árum áður var starfrækt öflugt hraðfrystihús og fiskverkun í Íshúsi Hafnarfjarðar. Vinnandi fólk stóð ýmist í aðgerð, saltaði niður fisk, gerði að veiðafærum eða sinnti öðrum störfum fyrir útgerðina sem þar var. Áður en frystikistur urðu sjálfsagður hlutur á hverju heimili gátu Hafnfirðingar einnig leigt hólf í frystigeymslum Íshúsins. Í dag er öldin önnur og hefur stór hluti húsnæðisins fengið nýtt hlutverk. Breiður hópur hönnuða, iðnaðar- og listamanna hefur tekið við keflinu og komið sér fyrir í húsnæðinu. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á Íshúsinu sem nú hýsir vinnuaðstöðu um 30 hönnuða sem fást við ólík viðfangsefni, svo sem hnífasmíði, keramik hönnun, trésmíði og textíl hönnun. Síðastliðin 15 ár heftur lítil sem engin starfsemi verið í hinu geysistóra …

Prjón í nýju ljósi

MAGNEA

„Prjón er svo fjölbreytt og spannar allt frá fíngerðum sokkabuxum upp í stórar handprjónaðar kaðlapeysur; það býður upp á endalausa möguleika og það hefur verið mitt markmið að gera ferska hluti og fá fólk til að hugsa um prjónið á annan hátt“. Höfundur : Ásta Andrésdóttir / Ljósmyndari Aldís Pálsdóttir Þetta segir Magnea Einarsdóttir fatahönnuður sem árið 2012 útskrifaðist með láði frá hinum virta Central Saint Martins í London. Fatahönnunarnámið hófst reyndar við bandaríska háskólann Parsons í París að loknu fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík. Ætlunin var að skipta í miðju námi yfir í Parsons í New York og kynnast þannig tveimur af stærstu tískuborgum heims. Þá komst ég að því að ég gat tekið skiptiönn við CSM og heillaðist af sköpunarkraftinum og listræna frelsinu en ekki síður af deildaskiptingunni innan fatahönnunarnámsins. Þar er hægt er að sérhæfa sig í kvenfatnaði, prjónahönnun og svo framvegis. Talið berst að íslenskri prjónahefð og kveðst Magnea ekki hafa kunnað sérlega vel við íslensku ullina og ekki notað hana mikið í náminu fyrr en í lokaverkefninu. Fyrir lokaárið tók hún árslangt barneignarleyfi …

Frelsi og fortíðarþrá

Milla Snorrason

„Í mínum huga er mikilvægt að konur geti verið afslappaðar og hreyft sig eðlilega í flíkunum mínum. Föt geta verið bæði þægileg og falleg í senn,“ segir Hilda Gunnarsdóttir fatahönnuður, sem frá árinu 2012 hefur hannað kvenfatnað undir merkinu Milla Snorrason. Höfundur: Ásta Andrésdóttir / Ljósmyndari Saga Sig Ekkert er Hildu óviðkomandi þegar kemur að fatahönnun og hún hannar allt frá ullarpeysum yfir í fíngerða silkikjóla. Um þessar mundir nýtur ný prjónalína frá merkinu mikilla vinsælda. Fígúrurnar sem prýða þykkar og hlýjar ullarpeysurnar eru sóttar í olíumálverk hálfíslensku listakonunnar Söru Gillies. Einnig vann Hilda úr fígúrunum mynstur á kjóla og gammosíur úr bómullarjersey. „Mig langaði að hanna prjónavöru úr íslenskri ull í samvinnu við íslenskt prjónafyrirtæki. Það er mér mjög mikilvægt að nýta þau framleiðslutækifæri sem ég hef aðgang að í heimahögunum, annars vegar til þess að leggja mitt af mörkum við að styðja innlenda framleiðslu en einnig vegna umhverfissjónarmiða. Ég vann vöruna í samstarfi við verksmiðjuna Varma og það gekk prýðilega,“ segir Hilda. Peysurnar hafa selst afar vel og eru fáanlegar í verslununum Kraum í Aðalstræti, …