Author: Arnar Ingi

Víðáttur Hafsins

Íslenski Sjávarklasinn

Staðalímyndin um gamaldags og karllægan sjávarútveg heldur illa vatni í Sjávarklasanum á Granda. Þar vinna yfir 60 fyrirtæki að því að skapa nýjar víddir í haf-tengdri starfsemi á Íslandi; fyrirtæki sem hanna lausnir fyrir vistvænni sjávarútveg. Í íslenska sjávarklasanum eru tækninýjungar í stöðugri þróun og fiskafurðum meðal annars breytt í húðvörur og lyf. Hér er sjávarútvegur framtíðarinnar í mótun. Texti: Arnar Fells Gunnarsson, ljósmyndir: Ragna Margrét Nýja kynslóðin Höfuðstöðvar Sjávarklasans eru á viðeigandi stað á Grand-an-um við Reykjavíkurhöfn. Aftan við húsið liggja bátar við bryggju og hinum megin við götuna eru gamlir beitingaskúrar. Þegar inn er komið tekur við allt annar heimur. Eftir endi-langri byggingunni eru skrifstofur og fundarrými stúkuð af með gler-veggjum. Öll smáatriði eru listilega útfærð og um allt má sjá merkingar, húsgögn og íslenska hönnun. Hér er ljóst að hönnun er mikilvægur þáttur í allri starfseminni. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri og stofnandi Íslenska sjávarklasans, gengur með okkur um húsið og útskýrir hvernig starfsemin mun leiða íslenskan sjávarútveg inn í framtíðina: „Hér vinnur athafnafólk í haftengdri atvinnustarfsemi. Við lítum ekki á okkur sem rannsóknarmiðstöð; við …

Þá kom þyrlan

Helga Lilja Magnúsdóttir: fatahönnuðurinn að baki Helicopter

„Ég trúi því að val einstaklinga á fatnaði hafa áhrif á líf þeirra og persónulega skipta þægindin mig mestu máli. Ef manni líður vel í eigin skinni og fatnaði þá hefur það jákvæð áhrif á allt sem maður tekur sér fyrir hendur,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir sem hannar föt undir merkjum Helicopter. Innblásturinn sækir hún meðal annars í náttúruna og fjölskyldu. Allt frá íslenskum steinum og mosa til litskrúðugra framandi fugla. Í nýjustu línu Helicopter brá Helga út af vananum því hún vann með myndlistamanninum Halldóri Ragnarssyni, sem jafnframt er fyrrverandi kærasti Helgu en hann hafði samband við Helgu og spurði hvort hún vildi vinna með myndlist hans. Helga tók áskoruninni og úr samstarfi þeirra kom haust og vetrarlína Helicopter “Við hittumst alltaf aftur”. Þar segist Helga hafa unnið með fortíðina og áhrif hennar á nútíðina en sú lína er væntanleg í október og nóvember á þessu ári. Helga Lilja útskrifaðist með gráðu í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2006 en hún segir þriggja ára starf hjá fatahönnunarfyrirtækinu Nikita hafa verið besta skólann. Helicopter stofnaði …

Hugleiðingar um fegurð

Dr. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir skrifar

Hvað er fegurð? Við fyrstu sýn virðist dálítið skrýtið að spyrja slíkrar spurningar – vitum við ekki öll hvað fegurð er? Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, doktor í umhverfisheimspeki, veltir upp hugmyndum um fegurð og fagurfræðileg gildi. Texti: Dr. Guðbjörg R. Jóhannesdóttir / Myndefni: Elín Hansdóttir Orðið fegurð er notað við fjölbreyttar aðstæður; hér er fallegt útsýni, sólsetrið er fallegt, tónverkið er fallegt, eldgosið er fallegt, hönnunin er falleg, þetta var fallega hugsað, augnablikið er fallegt, þetta var fallega gert. En hvað meinum við þegar við höldum því fram að eitthvað sé fallegt? Hvaða gildi hefur það fyrir okkur að upplifa þessi augnablik sem við lýsum best með orðunum „en fallegt!“? Flestum dettur eflaust fyrst í hug að fegurð sé afstæð og huglæg; „hverjum þykir sinn fugl fagur“ og fegurðin er einungis í auga þess sem skynjar hana. Fegurð er hér skilin sem smekksatriði; það sem mér finnst fallegt finnst öðrum kannski ljótt. Sumum dettur ef til vill í hug að fegurð sé falin í ákveðnum hlutlægum eiginleikum, réttum hlutföllum og formi, til dæmis gullinsniði. Þessar hugmyndir um fegurð …

Frystihúsið sem breyttist í hönnunarklasa

Íshús Hafnarfjarðar

„Við vildum kanna það hvort grundvöllur væri fyrir því að leigja út vinnurými og búa til samfélag skapandi einstaklinga, einskonar gróðrastöð fyrir frumkvöðla og nýsköpun í íslenskri hönnun,“ segir Anna María Karlsdóttir um þá nýju starfsemi sem er að finna í Íshúsi Hafnarfjarðar. Texti: Arnar Fells Gunnarsson og Arnar Ingi Viðarsson / Myndir: Arnar Fells Gunnarsson Á árum áður var starfrækt öflugt hraðfrystihús og fiskverkun í Íshúsi Hafnarfjarðar. Vinnandi fólk stóð ýmist í aðgerð, saltaði niður fisk, gerði að veiðafærum eða sinnti öðrum störfum fyrir útgerðina sem þar var. Áður en frystikistur urðu sjálfsagður hlutur á hverju heimili gátu Hafnfirðingar einnig leigt hólf í frystigeymslum Íshúsins. Í dag er öldin önnur og hefur stór hluti húsnæðisins fengið nýtt hlutverk. Breiður hópur hönnuða, iðnaðar- og listamanna hefur tekið við keflinu og komið sér fyrir í húsnæðinu. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á Íshúsinu sem nú hýsir vinnuaðstöðu um 30 hönnuða sem fást við ólík viðfangsefni, svo sem hnífasmíði, keramik hönnun, trésmíði og textíl hönnun. Síðastliðin 15 ár heftur lítil sem engin starfsemi verið í hinu geysistóra …

Leturtýpan

Gummi Úlfars

Leturhönnun er af mörgum talin nördismi á háu stigi en ekki er þó hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að leturtýpur koma við sögu í flestum þáttum daglegs lífs. Höfundur: Arnar Fells / Ljósmyndir Axel Sigurðson Grafíski hönnuðurinn Guðmundur Úlfarsson er annar tveggja eigenda Or Type, einu sérhæfðu letursmiðjunnar á Íslandi. Guðmundur komst nýlega í sviðsljósið eftir að tímaritið New York Times og Sundance kvikmyndahátíðin keyptu leturtýpur hannaðar af honum. En hver er þessi ungi leturhönnuður og hvert sækir hann innblástur fyrir leturtýpurnar sínar? Til að fá svar við þessum spurningum kíkti HA við á vinnustofu Guðmundar í gamla gasstöðvarhúsinu við Hlemm… …Letursmiðjan Or Type fékk nýlega 1,5 milljóna króna styrk úr Hönnunarsjóði Auroru en styrkurinn er ætlaður til vöruþróunar og markaðsetningar fyrirtækisins. Guðmundur segir að styrkurinn hafi gert mikið fyrir þá því leturgerð sé hægfara ferli og peningamálin eftir því. Með styrknum hafi skapast svigrúm til að klára nokkrar leturtýpur sem voru í vinnslu, sem Guðmundur segir hafa verið nauðsynlegt til að gera fyrirtækið samkeppnishæft. „Or Type fær mjög mikið af fyrirspurnum þrátt fyrir …

Prjón í nýju ljósi

MAGNEA

„Prjón er svo fjölbreytt og spannar allt frá fíngerðum sokkabuxum upp í stórar handprjónaðar kaðlapeysur; það býður upp á endalausa möguleika og það hefur verið mitt markmið að gera ferska hluti og fá fólk til að hugsa um prjónið á annan hátt“. Höfundur : Ásta Andrésdóttir / Ljósmyndari Aldís Pálsdóttir Þetta segir Magnea Einarsdóttir fatahönnuður sem árið 2012 útskrifaðist með láði frá hinum virta Central Saint Martins í London. Fatahönnunarnámið hófst reyndar við bandaríska háskólann Parsons í París að loknu fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík. Ætlunin var að skipta í miðju námi yfir í Parsons í New York og kynnast þannig tveimur af stærstu tískuborgum heims. Þá komst ég að því að ég gat tekið skiptiönn við CSM og heillaðist af sköpunarkraftinum og listræna frelsinu en ekki síður af deildaskiptingunni innan fatahönnunarnámsins. Þar er hægt er að sérhæfa sig í kvenfatnaði, prjónahönnun og svo framvegis. Talið berst að íslenskri prjónahefð og kveðst Magnea ekki hafa kunnað sérlega vel við íslensku ullina og ekki notað hana mikið í náminu fyrr en í lokaverkefninu. Fyrir lokaárið tók hún árslangt barneignarleyfi …

Hugsjónir í híbýlafræði

Kristín Guðmundsdóttir

Nafn Kristínar Guðmundsdóttur hefur ekki verið fyrirferðarmikið í íslenskri hönnunarsögu þrátt fyrir að hún hafi verið fyrst Íslendinga til að sækja sér menntun erlendis í innanhússarkitektúr. Höfundur: Halldóra Arnardóttir  / Ljósmyndir: David Frutos Kristín, sem kaus að kalla sig híbýlafræðing, ruddi brautina fyrir þá innanhússarkitekta sem á eftir komu. Hún átti frumkvæði að mörgum nýjungum í innanhúss­arkitektúr, sérstaklega hvað varðar hönnun eldhúsinnréttinga og notkun litasamsetninga. Enn í dag má finna upprunalegar innréttingar hannaðar af Kristínu en því miður hafa margar verið niðurrifnar. Í bókinni Kristín Guðmundsdóttir, híbýlafræðingur/Interior Designer, sem er væntanleg á markaðinn, fær Kristín verðskuldaða viðurkenningu sem brautryðjandi á sínu sviði. En hver er þessi merka kona? Kristín Guðmundsdóttir (f. 1923) var fyrst Íslendinga til að mennta sig í innanhússhönnun á háskólastigi. Í júní 1943 steig hún um borð í Brúarfoss sem sigldi síðan yfir Atlantshafið og lagðist að bryggju í New York 21. júlí. Siglingin frá Íslandi til New York tók mánuð með viðkomu í Skotlandi og Brúarfoss var eitt skipa af 70 í skipalest. Þessi ferðamáti var táknrænn fyrir hættur styrjaldarinnar og breytta stefnu …

Er Reykjavík að verða fullvaxta?

Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur 2010–2030

Íbúaspá Hagstofu Íslands gerir ráð fyrir að íbúum höfuðborgarsvæðisins muni fjölga um 25 þúsund fram til ársins 2030, eða um 0,9% á ári miðað við 1,6% undanfarin 20 ár. Það er því fyrirséð að vöxtur Reykjavíkur muni dragast töluvert saman á næstu áratugum. Samantekt: Sigríður Maack Þetta er meðal þess sem liggur til grundvallar þeirri áherslu sem lögð er á þéttingu byggðar í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030. Hið nýja aðalskipulag var gefið út í fyrra í einkar vandaðri útgáfu af bókaforlaginu Crymogeu með fjölda skýringarmynda og vel aðgengilegum texta. Útlit og uppsetning bókarinnar er unnin af vinnustofu Atla Hilmarssonar. Að baki liggur nokkurra ára upplýsingaöflun og vönduð fagleg vinna fjölda sérfræðinga. Aðalskipulag Reykjavíkur er einnig hægt að nálgast í heild sinni á vef Reykjavíkurborgar en hér verða dregnir fram nokkrir helstu þættir þess. Bindandi leiðarvísir Aðalskipulag er í eðli sínu samkomulag borgarbúa um hvernig staðið skuli að uppbyggingu borgarinnar. Í því er falin stefnumörkun sem er bindandi fyrir skipulagsákvarðanir. Eitt af þeim markmiðum sem sett voru við gerð nýs aðalskipulags var að bæta það sem stjórntæki …

Eftir á að hyggja

Pétur H. Ármannsson

Skipulagssaga Reykjavíkur er saga stórra drauma sem ekki rættust. Metnaðarfullra hugmynda sem ýmist dagaði uppi eða voru aðeins raungerðar í brotakenndri mynd. Þessi þróunarsaga er viðfangsefni þriggja nýútkominna bóka. Höfundur: Pétur H. Ármannsson / Ljósmyndir Pétur H. Thomsen ÍReykjavík sem ekki varð draga Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni Valberg arkitekt fram og myndgera forvitnilegar tillögur um opinberar byggingar í miðbæ Reykjavíkur sem ekki urðu að veruleika. Þar má sjá dæmi um glötuð tækifæri í bland við hugmyndir sem þakka má fyrir að ekki komu til framkvæmda. Í bók dr. Bjarna Reynarssonar skipulagsfræðings, Borgir og borgarskipulag, er kafli um sögu byggðar og skipulags í Reykjavík. Þar er að finna aðgengilegt yfirlit um skipulagssögu höfuðborgarinnar og þróun hennar er sett í samhengi við alþjóðlega framvindu… …Þegar fjallað er um áhrif fjármálabólu og bankahruns á umhverfið er hættan sú að einblínt sé á ytri einkenni fremur en þau undirliggjandi lögmál sem ráða því hvernig mál þróast. Mikilvægt er að greina á milli þeirra orsakavalda sem skýra má af sérstökum aðstæðum hér á landi og hinna sem eru …

Prýðileg Smíð

FÍG 90 Ára

Félag íslenskra gullsmiða fagnaði 90 ára afmæli sínu í október síðastliðnum og af því tilefni var afmælissýningin Prýði sett upp í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin stóð frá 18. október 2014 til 25. janúar 2015. Höfundur: Harpa Þórsdóttir / Ljósmyndari: Íris Stefánsdóttir Sýningarfyrirkomulagið var ekki með hefðbundnu móti því val á gripum var ekki í höndum sýningarstjóra eða valnefndar heldur var ákveðið að bjóða öllum félagsmönnum að senda inn gripi. Sýningin gaf því ágætt tilefni til að velta upp stöðu íslenskrar gull- og silfursmíði á okkar tímum. Þetta sýningarfyrirkomulag, það er að láta gullsmiðum það sjálfum eftir að velja eigin smíð til sýningar, er opnari leið en að leggja valið í hendur sýningarstjóra eða valnefndar. Yngri gullsmiðir fengu þannig kjörið tækifæri til að stíga fram… …Þrátt fyrir að íslensk gull- og silfursmíði eigi sér langa og ríka sögu virðumst við ekki hafa skapað þær aðstæður fyrir gullsmiði að þeir sem hafa til þess hæfileika og metnað geti söðlað um og fært sig í ríkari mæli yfir í listræna skartgripasmíði og hönnun. Á sýningunni í Hönnunarsafninu þurfti enginn að velkjast …